Umsókn

Með því að fylla út umsókn geta einstaklingar og lögaðilar sem eiga hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. orðið aðilar að málsóknarfélaginu. Til að gerast aðili að málsóknarfélaginu þarf að smella á hnappinn „Fylla út umsókn“ hér að neðan og skrá sig inn á sérstakt vefsvæði með rafrænum skilríkjum. Þar þarf að fylla út umsókn og undirrita rafrænt umboð til handa Landslögum til þess að m.a. afla gagna um hlutabréfaeign aðila.


Einnig er hægt að sækja umsóknareyðublað með því að smella HÉR, fylla út og senda á netfangið malsokn@landslog.is eða í pósti á c/o Landslög, Borgartúni 26, 105 Reykjavík.


Með undirrituninni er jafnframt verið að samþykkja greiðslu félagsgjalds samkvæmt samþykktum og ef mál vinnst 10% af þeirri fjárhæð sem innheimtist.


Vakin er athygli á því að heimilt er að segja sig úr félaginu alveg fram að aðalmeðferð málsins. Sé það gert fer málsóknarfélagið ekki lengur með forræði á hagsmunum viðkomandi. Félagsgjald er ekki endurkræft.